Gamlársdagur á Hvanneyri 1990 - myndband

Á árunum í kringum 1990 var það venja að íbúar á Hvanneyri komu saman við brennu á gamlárskvöld, skutu upp flugeldum og glöddust saman. Eftir miðnætti hittust menn svo aftur og þá í leikfimisalnum. Þar var sungið, dansað og spjallað fram eftir nóttu.

Hljómsveitaræfing

Upp úr hádegi á gamlársdag safnaðist hópur manna saman í leikfimihúsinu, skreytti salinn, sótti borð og stóla og kom þeim haganlega fyrir. Stundum var þá hljómsveit hússins að æfa fyrir kvöldið. Aðrir fóru að safna efni í brennuna.

Myndbandið sem hér er hægt að nálgast sýnir svipmyndir frá galmársdegi 1990. Ekki er hægt að nafngreina alla þá sem sjást á myndunum en hljómsveitina skipa þeir Hannes Baldursson, Ómar Pétursson, Bjarni Guðmundsson og Ingimar Einarsson.