Að kvöldi jónsmessu ár hvert söfnuðust Andkílingar og nágrannar saman á Mannamótsflöt og skemmtu sér við leiki. Dagskráin var einkum sniðin að börnunum en ungir sem gamlir skemmtu sér og öðrum. Það var Ungmennafélagið Íslendingur sem stóð fyrir samkomunni ásamt kvenfélaginu 19. júní, muni ég rétt.
Hefðbundin dagskrá var þannig að byrjað var á leikjum og óformlegri keppni í hlaupum og fleiru. Svo var pylsuveisla og að lokum jónsmessubrenna.
Eitt árið, sennilega nærri 1990, tók ég hluta af samkomunni upp á myndband. Myndbandið má nálgast hér . Það er 19 mín. að lengd svo rétt er að ætla dágóðan tíma til að sækja það.